EINKAHRAÐALL
fyrir einstaklinga sem vilja taka stjórn á skipulaginu með stafrænum lausnum
Fyrir:
Einstaklinga sem vilja beita stafrænum lausnum til að taka stjórn á skipulaginu hjá sér, hvort sem það er í einkalífinu, faglegum störfum eða í námi.
Hraðallinn tekur fyrir lausnir fyrir tímastjórnun og skipulag, auk annara lausna sem þátttakendur þurfa mögulega á að halda.
Verð kr. 129,900
Hraðall fyrir einstaklinga sem vilja taka stjórn á skipulaginu
Skipulagsmál geta verið áskorun fyrir marga og léleg stjórn á eigin tíma og skipulagi hefur gjarnan neikvæð áhrif í einkalífi og starfi. En úrval stafrænna lausna fyrir tímastjórnun og verkefnaskipulag er gífurlegt og alveg örugglega eitthvað til fyrir alla. Það er þó hægara sagt en gert að þræða sig í gegnum frumskóg stafrænnar tækni til að finna bestu lausnina fyrir sig og auðvelt að mikla það ferðalag fyrir sér.
Þjónustuveitan býður einkahraðal sem hraðar þér í gegnum ferlið þannig að þú nærð að framkvæma á örfáum dögum það sem annars tæki þig marga mánuði.
Markmið hraðalsins er að mata þátttakendur með hentugum lausnum og hugmyndum til að hanna og smíða eigið skipulag sem gerir þeim kleift að:
-
tæma öll innhólfin daglega, án tillit til álags.
-
hafa fullkomna yfirsýn hvenær sem er yfir verkefnastöðuna.
-
ná öllum skilafrestum verkefna.
Einkahraðall samanstendur af tveimur vinnustofum sem hvor um sig er 2-3 klst., en þátttakendur hafa að auki aðgang að stafrænum leiðtoga í gegnum Facebook hóp hraðalsins eins lengi og þeir hafa þörf fyrir.
Einkahraðall þjónustuveitunnar
Einkahraðall Þjónustuveitunnar er sérstaklega hannaður fyrir einn þátttakanda og miðar að því að gera þér kleift að stilla upp stafrænu skipulagi sem hentar þér og þínum þörfum, undir leiðsögn stafræns leiðtoga Þjónustuveitunnar.
Fyrrti tíminn fer í að greina þínar þarfir og kynna fyrir þér hentugar lausnir og hvernig má beita þeim saman og í sitthvoru lagi til að ná fram markmiðum hraðalsins. Við mátum lausnir og hugmyndir við þínar þarfir og búum til beinagrind að nýju skiplagi fyrir þig.
Þú tekur þér svo 7-10 daga til að sækja þær stafrænu lausnir sem þú hefur valið þér, setja þær upp á tækin þín og stilla þær í samræmi við beinagrindina.
Seinni tíminn fer í að vinna vinnuna við að raða öllum þeim atriðum sem þú vilt hafa stjórn á, inn í nýja skipulagið þitt þannig að þegar tíminn er búinn þá eru innhólfin þín orðin tóm og yfirsýn yfir verkefnastöðuna skýr.
Ekki er krafist mikillar tæknikunnáttu en auðsynlegt er að þátttakendur hafi lágmarks læsi á sitt eigið tölvuumhverfi og einhverja reynslu af því að vinna með sína eigin tölvu og/eða snjalltæki.
Þátttakendur mæta jafnframt á fundi með þau tæki sem þeir nota helst í sínum faglegu störfum; snjallsíma, spjaldtölvur og/eða fartölvur.
Athugið að einkahraðall gildir fyrir +1, og eru þátttakendur hvattir til að deila hraðlinum með maka, vin eða samstarfsfélaga sem glímir við sömu áskoranir.