top of page


Þjónustuveitan kynnir:

STAFRÆNA HRAÐLA

fyrir einstaklinga í atvinnulífinu

Stafrænn hraðall Þjónustuveitunnar er einstök vinnustofa, hönnuð til að hjálpa fagfólki á öllum sviðum atvinnulífsins, við að innleiða stafræna tækni í eigin starfshætti. Undir handleiðslu stafræns leiðtoga Þjónustuveitunnar, og í krafti samvinnu, leiða þátttakendur hvor aðra í gegnum hið víðfeðma og oft yfirþyrmandi stafræna landslag í leit að stafrænum lausnum sem hraða þeim inn í framtíðina.

Stafrænir hraðlar Titilmynd.jpg

 7 klst

  6-8 manns


FYRIR EINSTAKLINGA SEM VILJA STRAUMLÍNULAGA EIGIN STARFSHÆTTI OG BÆTA GÆÐI FAGLEGRA VERKA.
 


Í stuttu máli

 

Hvað er þetta?

Þátttakendur fara saman í gegnum sérhannað ferli sem gerir þeim kleift að finna bestu stafrænu lausnirnar fyrir sitt fag, prófa sig áfram með notkun þeirra og innleiða að lokum hjá sér stafrænar lausnir mun hraðar og markvissar en þeir gætu einir og sér.

 

Fyrir hverja?

Stafrænn hraðall Þjónustuveitunnar er fyrir alla fagaðila og sérfræðinga í atvinnulífinu sem vilja straumlínulaga eigin starfshætti og bæta gæði faglegra verka með því að innleiða stafræna tækni inn í eigið verklag.

 

Hvernig virkar þetta?

Hver hraðall vinnur með eitt tiltekið fag og samanstendur af þremur vinnustofum. 

Fyrstu tvær vinnustofurnar eru með viku millibili og svo líður mánuður að þeirri síðustu.

Allir þátttakendur starfa á sama sviði eða í sama fagi svo þarfir innan hvers hraðals eru líkar og ættu því allir að geta fundið minnst eina stafræna lausn við sitt hæfi að hraðlinum loknum.

 

Afhverju?

Til að hver þátttakandi finni hratt og örugglega, réttu stafrænu lausnirnar til að straumlínulaga sína starfshætti og bæta gæði faglegra verka sinna. 

Stafrænn hraðall fyrir kennara.jpg

Stafrænn hraðall fyrir kennara, fræðslustjóra og stjórnendur í menntastofnunum sem vilja afla sér verkfæra og fræðslu sem hjálpar þeim að koma böndum yfir þann mikla meðbyr sem nemendur geta nú skapað sér í námi með notkun gervigreindar. 

 

Hraðallin tekur fyrir lausnir fyrir kennslu, nám, tímastjórnun og skipulag, og aðrar áskoranir sem hópurinn stendur frammi fyrir.

Stafrænn hraðall fyrir stjórnendur.jpg

Stafrænn hraðall fyrir stjórnendur, sjálfstætt starfandi og aðra einstaklinga sem starfa á eigin ábyrgð, og/eða bera marga hatta og/eða starfa undir miklu álagi. Oft eru þetta einstaklingar sem þurfa að hafa stjórn á mörgum þáttum í ólíkum kerfum, en skortir utanumhald og yfirsýn.

Hraðallinn tekur fyrir lausnir fyrir tímastjórnun og skipulag, fjármál, rekstur og aðrar áskoranir sem hópurinn stendur frammi fyrir.

Einkahraðall Titilmynd.jpg

Einkahraðall fyrir einstaklinga sem vilja beita stafrænum lausnum til að taka stjórn á skipulaginu hjá sér, hvort sem það er í einkalífinu, faglegum störfum eða í námi.

Hraðallinn tekur fyrir lausnir fyrir tímastjórnun og skipulag, auk annara lausna sem þátttakendur þurfa mögulega á að halda.

Þú sparar tíma

Þú sparar peninga

Þú öðlast þekkingu

Þú stækkar tengslanetið


Ávinningur af þátttöku í stafrænum hraðli Þjónustuveitunnar

 

Í stað þess að eyða dýrmætum klukkustundum í að rannsaka stafrænar lausnir og óteljandi aurum í prófa þær, vinna þátttakendur í stafrænum hraðli Þjónustuveitunnar, saman að því að finna bestu lausnirnar fyrir sitt starfssvið. 

 

Þessi samstarfsnálgun gerir þátttakendum kleift að njóta góðs af sameiginlegri reynslu hópsins svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir um þær lausnir sem í boði eru. Í leiðinni kynnistu ólíkum einstaklingum og stækkar tengslanetið þitt.

 

Hvernig gengur þetta fyrir sig?


Vinnustofa #1
Þarfagreining og prófanir (3 klst)

Þátttakendur telja saman áskoranir og hindranir í sínum faglegu störfum, í því skyni að greina þarfir sínar. 

 

Þá er lagst í rannsókn á því hvaða stafrænu lausnir eru í boði sem gætu gagnast þátttakendum.

 

Lagt er upp með að finna 8-10 stafræn verkfæri sem hópurinn telur að gætu verið gagnleg fyrir sitt fag.

 

Allir þátttakendur velja eina eða fleiri lausnir til að prófa í sínu faglega umhverfi næstu vikuna. 

 

Hraðall þýðir "hröðunaraðferð" eða "tæki til að hraða einhverju". Stafrænn hraðall Þjónustuveitunnar er hröðunaraðferð fyrir hið langa og stranga ferli sem felst í að leita að og finna réttu stafrænu lausnirnar fyrir sínar eigin sérstöku þarfir.


Vinnustofa #2
Valkostir og innleiðing (3 klst)


Vinnustofa #3
Villulausnir (1 klst)

Þátttakendur hittast á netfundi á Teams og bera saman bækur sínar um þær lausnir sem þeir hafa verið að innleiða hjá sér undanfarinn mánuð.

 

Hér gefst tækifæri fyrir þátttakendur til að deila reynslu sinni af völdum lausnum og aðstoða hvert annað með möguleg vandamál og önnur úrlausnarefni.

 

Hlutverk stafræns leiðtoga Þjónustuveitunnar er að leiða þátttkendur í gegnum hið fyrirfram skilgreinda og sérhannaða ferli hraðalsins. Stafrænn leiðtogi er þeim til halds og trausts í gegnum allt ferlið, tryggir að allir þátttakendur fái verkfæri tl að prófa og kynna, tekur fullan þátt í umræðum í Facebook hóp og svarar þar fyrirspurnum.

Þátttakendur kynna niðurstöður prófana sinna fyrir öðrum þátttakendum og taka þátt í umræðum um kosti og galla og aðra þætti sem skipta máli.

Að kynningu lokinni eiga þátttakendur að geta myndað sér skoðun á þeim lausnum sem rannsakaðar voru og geta tekið upplýsta ákvörðun um þær lausnir sem þeir telja henta sér.

 

Allir þátttakendur velja sér stafræna lausn til að innleiða hjá sér og prófa sig áfram næsta mánuðinn.


Facebookhópur
Eftirfylgni

Að lokinni Vinnustofu #1 er þátttakendum boðinn aðgangur að Facebook hóp fyrir sinn faghraðal.

 

Í Facebook hópnum gefst þátttakendum tækifæri til frekari samskipta um þær lausnir sem hópurinn er að vinna með, á meðan á hraðli stendur og eftir að honum lýkur. 


Sendið fyrirspurn á thjonusta@thjonusta.is til að óska eftir stafrænum hraðli fyrir hópa eða fyrir tiltekið fagsvið.
--- --- ---

bottom of page