
Markviss starfsferill
Lærðu á 60 mínútum að búa þér til starfsferilsáætlun og semja leiðina að þinni draumaframtíð
Fullt verð kr. 29,900*
*Þar sem um er að ræða þjónustu sem er enn í þróun, eru nokkur frábær tilboð í gangi út árið 2025.
Bestu kjörin bjóðast þátttakendum í Rýnihóp Þjónustuveitunnar sem fá:
-
Eitt námskeið frítt eða
-
Tvö námskeið á kr. 11,960
Kynntu þér nánar
afslætti og tilboð
Ör-námskeið fyrir einstaklinga á öllum aldri sem:
-
Eru að koma aftur á vinnumarkað eftir hlé.
-
Eru að endurmeta valkosti og íhuga nýjan starfsferil.
-
Vilja auka forskot sitt á vinnumarkaði.
-
Eru að ljúka námi og undirbúa sig fyrir atvinnulífið.
-
Eru komin á vinnumarkað en vita ekki hvert þau stefna.
Á þessu námskeiði lærir þú
-
Að koma auga á eigin styrkleika, getu og gildi og önnur persónuleg einkenni í eigin fari og öðlast þannig aukna sjálfsvitund og sjálfþekkingu.
-
Að skilgreina draumastarfið út frá persónulegum þáttum eins og áhugasviði og styrkleikum, sem eykur líkur á árangursríkum starfsferli.
-
Að gera starfsferilsáætlun til að skipuleggja eigin starfsferil og finna hagkvæmustu leiðina í draumastarfið.
-
Að afla upplýsinga um nauðsynlega menntun eða þjálfun fyrir draumastarfið.
-
Að marka þér stefnu sem leiðir þig á sem skilvirkastan hátt í átt að draumastarfinu.
-
Að setja þér markmið sem hjálpa þér að velja réttu skrefin í átt að þinni draumaframtíð og raungera stefnuna.
Markmið
Markmiðið með þessu námskeiði er að þú lærir að skilgreina draumastarfið út frá eigin styrkleikum, gildum og áhugasviði, og móta þinn eigin starfsferil.
Að námskeiðinu loknu verður þú tilbúinn til að semja þína eigin starfsferilsáætlun og stíga næstu skref inn í þína draumaframtíð.
Fyrirkomulag
Þetta námskeið er í fimm hlutum sem byggja á fimm nauðsynlegum skrefum í gerð starfsferilsáætlunar:
-
Sjálfsmat
Svarar spurningunni: Hver er ég?
-
Draumastarfið
Svarar spurningunni: Hvað vil ég?
-
Menntun
Svarar spurningunni: Hvað þarf ég að kunna?
-
Stefnumótun
Svarar spurningunni: Hvaða leið er best að fara?
-
Markmiðasetning
Svarar spurningunni: Hvernig kemst ég þangað?
Í hverjum hluta er farið yfir gagnleg verkfæri og aðferðir sem þú getur beitt til að finna réttu svörin við þessum spurningum fyrir þig.
Námskeiðið í heild tekur um 90 mínútur en gerð starfsferilsáætlunar tekur lengri tíma en það og þú munt ekki hafa tíma til að ljúka þeirri vinnu á meðan námskeiðið stendur yfir.
Gefðu þér 1-4 vikur í að gera þína eigin starfsferilsáætlun eftir að námskeiðinu lýkur og búðu þig undir að gera breytingar og uppfærslur á henni nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Starfsferillinn er jú ævistarfið þitt og því ætti starfsferilsáætlunin að vera hluti af vopnabúrinu þínu allan starfsferilinn.
Næstu námskeið
Starfsframi mun formlega hefja starfsemi sína haustið 2025.
Opnað verður fyrir skráningu á námskeiðið síðla sumars 2025 og verða fyrstu námskeiðin kennd á haustönn 2025 og vorönn 2026.
Næstu námskeið verða haldin á laugardögum
kl. 11:00 - 12:30 sem hér segir:
Haustönn 2025
30. ágúst
27. september
25. október
29. nóvember
Vorönn 2026
-
31. janúar
-
28. febrúar
-
28. mars
-
25. apríl
Innifalið
Innifalið í námskeiðinu er:
-
Rauntíma leiðsögn frá leiðbeinanda.
-
Fjöldi verkfæra og hjálpargagna sem létta þér lífið.
-
Hlekkir á allar helstu vefsíður sem þú þarft að vita af þegar þú gerir starfsferilsáætlun.
-
Ævilangur* aðgangur að námsefni og öllum framtíðar uppfærslum.
*Ævilangur aðgangur gildir svo lengi sem Þjónustuveitan er starfandi.

Fræðsluþjónustan
er í eigu Þjónustuveitunnar
Vertu með okkur á samfélagsmiðlum
Allur réttur áskilinn © 2025 Þjónustuveitan ehf. | kt. 530519-0740 | s. 772-5950 | thjonusta@thjonusta.is


