Þjónustuveitan kynnir:
FRÆÐSLUERINDI UM GERVIGREIND
fyrir fyrirtæki og stofnanir
Fræðsluerindi Þjónustuveitunnar um gervigreind eru glæný, skemmtileg og hnitmiðuð ör-erindi, samin til að styðja skipulagsheildir af öllum stærðum og gerðum við innleiðingu tækninýjunga með því að sefa ótta áheyrenda (starfsfólk) við gervigreind og hvetja til óttalausrar umgengni um stafræna tækni.
Verð kr. 50,000 + vsk í rafrænum flutningi á Teams
Verð kr. 150,000 + vsk í staðbundnum flutningi
Utan höfuðborgarsvæðisins bætist ferðakostnaður við.
FYRIR SKIPULAGSHEILDIR SEM VILJA SEFA ÓTTA STARFSFÓLKS VIÐ GERVIGREIND OG VÍGBÚA ÞAU Í STAFRÆNUM HEIMI.
Fræðsluerindi fyrir
MENNTASTOFNANIR
Gervigreind í námi og kennslu
Kennarar hafa ekki farið varhluta af hraðri tækniþróun og standa nú frammi fyrir þeirri áskorun að nemendur eru komnir með áhöld í hendurnar sem gera þeim kleift að láta gervigreind vinna fyrir sig mörg af þeim skrefum í lærdómi sínum, sem verið er að reyna að kenna þeim að vinna sjálf. Hvernig geta kennara og menntastofnanir brugðist við þessari þróun?
Erindið fjallar um notkun gervigreindar við nám út frá sjónarhorni nemanda í háskólanámi og talar til kennara um hvernig þeir geta beitt sömu tækni til að uppfæra kennsluhætti og bæta gæði náms fyrir nemendur sína.
Fræðsluerindi fyrir
SKIPULAGSHEILDIR
Starfið mitt vs. gervigreind?
Það er varla hægt að reka nokkra starfsemi í dag án einhverra stafrænna lausna og áður en við vitum af verður ekki hægt að stunda neinn rekstur án þess að gervigreind sé beitt í einhverjum mæli. Þessu fylgir spenna og ótti innan skipulagsheilda og meðal vinanndi fólks. Hvernig munum við hagnast á nýrri tækni? Hvernig mun ný tækni auka lífsgæði okkar? Mun ný tækni gera mitt starf óþarft?
Erindið tekur á þessum áleitnu spurningum og leitast við að sefa ótta starfsfólks innan skipulagsheilda sem eru að innleiða nýjar tæknilausnir, með því að búa þau undir nýjan veruleika með gervigreind.
Fræðsluerindi Þjónustuveitunnar eru styrkhæf sem fræðsla hjá starfsmenntasjóðunum.
FYRIRKOMULAG
Erindin taka um það bil 10 mínútur í flutningi, eftir það er opnað fyrir spurningar og umræður í allt að 50 mínútur.
FLYTJANDI
Erindin eru flutt af eiganda Þjónustuveitunnar, Sigrúnu Birnu Einarsdóttur. Sigrún hefur yfir 20 ára starfsreynslu í þjónustu-, bakvinnslu- og rekstrarstörfum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi og þó nokkra reynslu af sjálfstæðum atvinnurekstri.
Í dag er Sigrún nemi á 2. ári við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst þar sem hún stundar nám fyrir B.S.-próf í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind og þjónustufræði.
Sigrún starfar jafnframt sem skrifstofustjóri hjá Microsoft á Íslandi.