top of page
Stefnur

Stefnur

 

Þjónustuveitan og öll verkefni á hennar vegum

fylgja öllum eftirfarandi stefnum. 

​

Þjónustustefna


Þjónustustefna

 

Þjónustuveitan leitast við að tryggja góða þjónustu með því að:

​

  • Setja viðskiptavininn ávallt í fyrsta sætið.

  • Sníða þjónustulausnir að þörfum viðskiptavina.

  • Hanna skjóta og skilvirka þjónustuferla sem veita örugga upplifun.

  • Meðhöndla kvartanir sem gjöf og tækifæri til endurbóta.

  • Eiga rík og gagnsæ samskipti við viðskiptavini.

​

Gæðstefna


Gæðastefna

​

Þjónustuveitan leitast við að tryggja gæði með því að:

​

  • Skilgreina gæði út frá þörfum og væntingum viðskiptavina.

  • Þróa og hanna þjónustu sem byggir á mælingum og eftirlit með árangri.

  • Beita stöðluðum verkferlum og stöðugum endurbótum.

  • Skapa gæðamenningu með þjónandi forystu, markvissri og reglubundinni þjálfun starfsfólks og umboði til athafna.

  • Eiga rík og gagnsæ samskipti við samstarfsaðila og aðra hagaðila.

  • Fylgja öllum viðeigandi lögum og reglum í hvívetna í allri starfsemi.

​

Umhverfisstefna


Umhverfisstefna

​

Þjónustuveitan leitast við að draga úr umhverfisáhrifum með því að:

​

  • Lágmarka eigið umhverfisfótspor.​

  • Draga úr sóun og stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu.

  • Efla umhverfisvitund meðal starfsfólks.

  • Nýta auðlindir á skilvirkan og ábyrgan hátt.

  • Huga að umhverfisáhrifum í ákvarðanatökuferlum og stöðugt að bæta árangur í umhverfismálum.

  • Eiga samstarf við hagsmunaaðila um umhverfismál og stuðla að umhverfisvitund innan aðfangakeðjunnar.

  • Fylgja öllum viðeigandi lögum og reglum í hvívetna í allri starfsemi.

​​

Sjálfbærnistefna


Sjáfbærnistefna

​

Þjónustuveitan leitast við að stuðla að sjálfbærni með því að:

​

  • Stunda sjálfbæra viðskiptahætti.

  • Vinna að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu, með því að þróa sjálfbæra og sveigjanlega þjónustuinnviði.

  • Huga að sjálfbærni í ákvarðanatökuferlum og stöðugt að bæta árangur í sjálfbærni.

  • Eiga samstarf við hagsmunaaðila um sjálfbærnimál og stuðla að sjálfbærni innan aðfangakeðjunnar.

  • Fylgja öllum viðeigandi lögum og reglum í hvívetna í allri starfsemi.

​

Persónuverndarstefna


Persónuverndarstefna

​

1. Þjónustuveitan er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga.

​

  • Þjónustuveitan er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu Þjónustuveitunnar eða annara vörumerkja í eigu og umsjón Þjónustuveitunnar

  • Þjónustuveitan er einkahlutafélag sem starfar skv. lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. 

  • Meginhlutverk Þjónustuveitunnar er að stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun á þjónustuinnviðum, þjónustuferlum og þjónustulausnum.

  • Þjónustuveitan er skráð með lögheimili að Köldulind 4, 201 Kópavogi en öll starfsemi fer fram á netinu.

  • Símanúmer Þjónustuveitunnar er 772-5950 og netfang er thjonusta@thjonusta.is

  • Nánari upplýsingar um starfsemi Þjónustuveitunnar má finna hér.

​​

​​

​

2. Persónuverndarfulltrúi Þjónustuveitunnar.​

​

  • Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa Þjónustuveitunnar með því að hringja í s. 772-5950 eða senda tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is.​

​​

​

3. Hvenær vinnur Þjónustuveitan með persónuupplýsingar?​

​

Í nær öllum tilvikum fær Þjónustuveitan persónuupplýsingar beint frá þér þegar:

  • Þú sendir inn fyrirspurn, ábendingu, kvörtun eða önnur erindi.

  • Þú skráir þig á póstlista Þjónustuveitunnar.​

  • Þú skráir þig í rýnihóp Þjónustuveitunnar.

  • Þú skráir þig á viðburð á vegum Þjónustuveitunnar.

  • Þú hefur óskað eftir aðgangi að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða persónuverndarlögum.

  • Þú sækir um starf hjá Þjónustuveitunni.

  • Þú heimsækir vefsíðu Þjónustuveitunnar og samþykkir notkun vefkaka.

​

Í eftirfarandi tilviki tekur Þjónustuveitan við persónuupplýsingum frá öðrum en þér:

  • Þegar umsækjandi um starf hjá Þjónustuveitunni vísar til þín sem meðmælanda.

​

4. Þín réttindi samkvæmt Persónuverndarlöggjöfinni.​

​

  • Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni hefur þú ákveðin réttindi og getur þú nýtt þér þau með því að senda beiðni á thjonusta@thjonusta.is eða hringja í 772-5950.

  • Þú þarft ekki að greiða neitt fyrir að neyta réttinda þinna.

  • Þjónustuveitan hefur allt að einn mánuð til að svara erindi þínu en hægt er að framlengja frestinn um tvo mánuði sé beiðnin sérstaklega umfangsmikil.

​

a.      Aðgangsréttur

  • Þú átt rétt á að fá aðgang að og afrit af öllum persónuupplýsingum sem Þjónustuveitan vinnur um þig. Í sumum tilvikum geta undantekningar frá réttinum átt við, s.s. vegna réttinda annarra sem vega skulu þyngra, en almenna reglan er sú að veita skuli aðganginn.

​

b.      Réttur til leiðréttingar

  • Þú átt rétt á því að fá leiðréttar persónuupplýsingar um þig, sem þú telur rangar. 

​

c.       Réttur til eyðingar/rétturinn til að gleymast

  • Þú átt rétt á því að fá persónuupplýsingum um þig eytt, viljir þú gleymast hjá Þjónustuveitunni.

​

d.      Réttur til takmörkunar á vinnslu

  • Þú átt rétt á að biðja um að vinnsla sé takmörkuð í ákveðnum tilvikum.

​

e.      Réttur til að andmæla vinnslu

  • Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig þegar þú telur Þjónustuveituna vinna þær án lagaheimildar.

​

f.       Kvartanir vegna vinnslu persónuupplýsinga

  • Ef þú telur að Þjónustuveitan hafi ekki unnið með lögmætum hætti með persónuupplýsingar þínar skalt þú hafa samband við persónuverndarfulltrúa Þjónustuveitunnar.

  • Teljir þú viðbrögð Þjónustuveitunnar við kvörtun þinni ekki sinnt þannig að þú teljir ásættanlegt skalt þú hafa samband við Persónuvernd.

​

bottom of page