UM
ÞJÓNUSTUVEITUNA
Þjónusta í hnotskurn

Hlutverk, tilgangur og markmið
Hlutverk Þjónustuveitunnar er að stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun á þjónustuinnviðum, þjónustuferlum og þjónustulausnum, í þeim tilgangi að stofna ný vörumerki með þjónustu.
Markmiðið er að skapa nýjar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins fyrir þjónustu af hvaða tagi sem er. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem byggja á stafrænni tækni til að skapa eða afhenda þjónustu.

Samfélagsleg skylda
Þjónustuveitan álítur það samfélagslega skyldu sína að deila velgengni með þeim sem minna meiga sín. Samfélagsleg skylda er órjúfanlegur hluti af sjálfbærnistefnu Þjónustuveitunnar og stuðlar að samfélagslegri sjálfbærni. Áhersla er lögð á að veita stuðning sem bætt getur lífsgæði einstaklinganna í samfélaginu með fjölbreyttum aðgerðum.
Eigandi
Þjónustuveitan er alfarið í eigu og umsjón Sigrúnar Birnu Einarsdóttur, en hún býr yfir meira en 35 ára starfsreynslu í þjónustu-, bakvinnslu og rekstrarstjórnun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi.
Sigrún er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði og viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.

Gæði
Hjá Þjónustuveitunni er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlegum stjórnunarstöðlum um nýsköpun, gæðastjórnun, þjónustustjórnun, umhverfismál og sjálfbærni, upplýsinga- og netöryggi og persónuvernd.
Þau vörumerki sem Þjónustuveitan setur á markað munu öll fylgja þessum sömu stöðlum og er þetta gert til að tryggja að öll þjónusta sem frá Þjónustuveitunni kemur sé:
-
Hönnuð og þróuð með þarfir notenda í huga.
-
Viðhaldið með stöðugum endurbótum til að tryggja hámarks gæði.
-
Framkvæmd af ábyrgð til að skerða ekki auðlindir komandi kynslóða.
Tækni
Hjá Þjónustuveitunni er lögð áhersla á að beita stafrænni tækni án þess að fórna mannlega þættinum.
Stafræn tækni er nýtt til að straumlínulaga rekstur og daglega starfsemi og til afhendingar á þjónustu, í öllum þeim tilfellum sem það er talið bæta öryggi, gæði, þjónustu, eða almenna notendaupplifun. Með öðrum orðum, í öllum tilfellum þar sem tækni þjónar fólki - ekki öfugt!