Um
Þjónustuveituna
Hlutverk, tilgangur og markmið
Hlutverk Þjónustuveitunnar er að stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun á þjónustuinnviðum, þjónustuferlum og þjónustulausnum, í þeim tilgangi að stofna ný þjónustufyrirtæki og vörumerki.
Markmiðið er að skapa nýjar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins fyrir þjónustu af hvaða tagi sem er.
Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem byggja á nýjustu stafrænu tækni til að skapa eða afhenda þjónustu.
Eigandi
Þjónustuveitan ehf. er í eigu og umsjón Sigrúnar Birnu Einarsdóttur sem hefur yfir 20 ára starfsreynslu í þjónustu-, bakvinnslu- og rekstrarstörfum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi.
Í dag starfar Sigrún sem sem skrifstofustjóri hjá Microsoft á Íslandi og er jafnframt nemandi á 3. ári við Háskólann á Bifröst, þar sem hún stundar nám fyrir BS-próf í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði og viðskiptagreind.
Gæði
Hjá Þjónustuveitunni er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlegum stjórnunarstöðlum um nýsköpun, gæðastjórnun, þjónustustjórnun, umhverfismál og sjálfbærni.
Tækni
Hjá Þjónustuveitunni er ávallt beitt nýjustu stafrænu tækni sem félagið hefur aðgang að hverju sinni, til að straumlínulaga rekstur og daglega starfsemi og til afhendingar á þjónustu, í öllum þeim tilfellum sem það er talið bæta öryggi, gæði, þjónustu, eða almenna notendaupplifun.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira um Þjónustuveituna