top of page

Persónuverndarstefna

Með persónuverndarstefnu þessari ert þú, sem eigandi persónuupplýsinga sem safnað er um þig hjá Þjónustuveitunni, upplýst/ur um það hvaða upplýsingar um sé að ræða, með hvaða ætti upplýsingarnar eru nýttar og hvaða úrræði þú hefur til að hafa áhrif á notkun eða meðferð þinna eigin persónuupplýsinga í vörslu Þjónustuveitunnar. 

Persónuverndarstefna þessi á eingöngu við þegar félagið vinnur persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, t.d. þegar félagið vinnur persónuupplýsingar einstaklinga sem eiga í viðskiptum við félagið, tengiliða sem koma fram fyrir hönd lögaðila sem eiga í viðskiptum við félagið eða umsækjenda um störf hjá félaginu.

Persónuverndarstefna þessi nær ekki til vinnslu félagsins á persónuupplýsingum sem fer fram í tengslum við veitingu á þjónustu til lögaðila eða í tengslum við samstarfssamninga.

Við slíkar aðstæður telst viðskiptavinur eða samstarfsaðili félagsins ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga, en félagið kemur þá fram sem vinnsluaðili fyrir hönd viðskiptavinarins eða samstarfsaðilans og vinnur félagið slíkar upplýsingar á grundvelli samnings við hann.​ Undirverktakar Þjónustuveitunnar teljast til samstarfsaðila.

Hjá Þjónustuveitunni er lögð rík áhersla á öryggi persónuupplýsinga og er söfnun þeirra takmörkuð við það allra nauðsynlegasta fyrir starfsemi félagsins, samskipti við viðskiptavini og starfsmenn og afhendingu á þjónustu. 

Viljir þú fá aðgang að þínum persónuupplýsingum, leiðrétta þau eða eyða að hluta eða í heild, takmarka, andmæla eða leggja fram kvörtun vegna vinnslu þeirra, þá getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa símleiðis eða með tölvupósti.

Persónuverndarfulltrúi Þjónustuveitunnar

thjonusta@tjonusta.is

s. 772-5950

1. Þjónustuveitan er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga.

 • Þjónustuveitan er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu Þjónustuveitunnar eða annara vörumerkja í eigu og umsjón Þjónustuveitunnar. 

 • Þjónustuveitan er einkahlutafélag sem starfar skv. lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. 

 • Meginhlutverk Þjónustuveitunnar er að stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun á þjónustuinnviðum, þjónustuferlum og þjónustulausnum.

 • Þjónustuveitan er skráð með lögheimili að Köldulind 4, 201 Kópavogi en öll starfsemi fer fram á netinu í gegnum vefsíðuna www.thjonusta.is.

 • Símanúmer Þjónustuveitunnar er 772-5950 og netfang er thjonusta@thjonusta.is

 • Nánari upplýsingar um starfsemi Þjónustuveitunnar má finna hér.

2. Persónuverndarfulltrúi Þjónustuveitunnar.

 • Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa Þjónustuveitunnar með því að hringja í s. 772-5950 eða senda tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is.

3. Hvenær vinnur Þjónustuveitan með persónuupplýsingar?​

Í nær öllum tilvikum fær Þjónustuveitan persónuupplýsingar beint frá þér þegar:

 • Þú sendir inn fyrirspurn, ábendingu, kvörtun eða önnur erindi.

 • Þú skráir þig á póstlista Þjónustuveitunnar.​

 • Þú skráir þig í rýnihóp Þjónustuveitunnar.

 • Þú skráir þig á viðburð á vegum Þjónustuveitunnar.

 • Þú hefur óskað eftir aðgangi að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða persónuverndarlögum.

 • Þú sækir um starf hjá Þjónustuveitunni.

 • Þú heimsækir vefsíðu Þjónustuveitunnar og samþykkir notkun vefkaka.

Í eftirfarandi tilviki tekur Þjónustuveitan við persónuupplýsingum frá öðrum en þér:

 • Þegar umsækjandi um starf hjá Þjónustuveitunni vísar til þín sem meðmælanda.

4. Þín réttindi samkvæmt Persónuverndarlöggjöfinni.​

 • Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni hefur þú ákveðin réttindi og getur þú nýtt þér þau með því að senda beiðni á thjonusta@thjonusta.is eða hringja í 772-5950.

 • Þú þarft ekki að greiða neitt fyrir að neyta réttinda þinna.

 • Þjónustuveitan hefur allt að einn mánuð til að svara erindi þínu en hægt er að framlengja frestinn um tvo mánuði sé beiðnin sérstaklega umfangsmikil.

a.      Aðgangsréttur

 • Þú átt rétt á að fá aðgang að og afrit af öllum persónuupplýsingum sem Þjónustuveitan vinnur um þig. Í sumum tilvikum geta undantekningar frá réttinum átt við, s.s. vegna réttinda annarra sem vega skulu þyngra, en almenna reglan er sú að veita skuli aðganginn.

b.      Réttur til leiðréttingar

 • Þú átt rétt á því að fá leiðréttar persónuupplýsingar um þig, sem þú telur rangar. 

c.       Réttur til eyðingar/rétturinn til að gleymast

 • Þú átt rétt á því að fá persónuupplýsingum um þig eytt, viljir þú gleymast hjá Þjónustuveitunni.

d.      Réttur til takmörkunar á vinnslu

 • Þú átt rétt á að biðja um að vinnsla sé takmörkuð í ákveðnum tilvikum.

e.      Réttur til að andmæla vinnslu

 • Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig þegar þú telur Þjónustuveituna vinna þær án lagaheimildar.

f.       Kvartanir vegna vinnslu persónuupplýsinga

 • Ef þú telur að Þjónustuveitan hafi ekki unnið með lögmætum hætti með persónuupplýsingar þínar skalt þú hafa samband við persónuverndarfulltrúa Þjónustuveitunnar.

 • Teljir þú viðbrögð Þjónustuveitunnar við kvörtun þinni ekki sinnt þannig að þú teljir ásættanlegt skalt þú hafa samband við Persónuvernd.

Viljir þú fá aðgang að þínum persónuupplýsingum, leiðrétta þau eða eyða að hluta eða í heild, takmarka, andmæla eða leggja fram kvörtun vegna vinnslu þeirra, þá getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa símleiðis eða með tölvupósti.

Persónuverndarfulltrúi Þjónustuveitunnar

thjonusta@tjonusta.is

s. 772-5950

bottom of page