top of page

Umhverfisstefna

Með umhverfisstefnu þessari ert þú sem notandi þjónustu sem er á ábyrgð Þjónustuveitunnar, upplýst/ur um það með hvaða hætti félagið leitast við að draga úr áhrifum sínum á umhverfið og tryggir að starfsemi þess skaði það ekki.

Hjá Þjónustuveitunni er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlegum stjórnunarstaðli fyrir umhverfismál og er staðlinum beitt sem viðmiði við uppbyggingu félagsins og afurða þess, framvegis og til frambúðar. Þannig verða innviðir, kerfi og ferlar Þjónustuveitunnar, svo og allra vörumerkja sem félagið setur á markað, að eins miklu leiti og hægt er í samræmi við kröfur:

  • ISO 14001 um umhverfismál

Umhverfisstefna Þjónustuveitunnar felur það í sér að:

  • Lágmarka eigið umhverfisfótspor.

  • Draga úr sóun og stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu.

  • Efla umhverfisvitund meðal starfsfólks.

  • Nýta auðlindir á skilvirkan og ábyrgan hátt.

  • Huga að umhverfisáhrifum í ákvarðanatökuferlum og stöðugt að bæta árangur í umhverfismálum.

  • Eiga samstarf við hagsmunaaðila um umhverfismál og stuðla að umhverfisvitund innan aðfangakeðjunnar.

  • Fylgja öllum lögum og reglum í hvívetna í allri sinni starfsemi.

bottom of page