top of page


ÞITT ÁLIT SKIPTIR
ÖLLU MÁLI

Þjónusta fyrir þínar þarfir krefst þíns álits

Image by Madison Oren


Rýnihópur Þjónustuveitunnar

​​​

Hjá Þjónustuveitunni er lögð áhersla á að skapa nýjar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins fyrir þjónustu af öllu tagi.

Þar sem þú ert hluti af samfélaginu eru öll nýsköpunarverkefni þróuð með þínar þarfir í huga. Því skiptir þitt álit ÖLLU máli.

Image by Madison Oren

VILT ÞÚ VERA MEÐ

í að þróa góða þjónustu?

​​

Á teikniborðinu eru mörg spennandi verkefni og eitt verkefni er komið á þróunarstig, sem heitir Starfsframi og er fræðsluþjónusta fyrir einstaklinga á vinnumarkaði.

 ​​

Vertu með í Rýnihóp

 

Eru skilyrði fyrir þátttöku í Rýnihóp?​​​

Nei! Það eru engin skilyrði og engar kvaðir á meðlimum Rýnihóps

  • Endrum og sinnum sendir Þjónustuveitan nafnlausar spurningakannanir til Rýnihóps í tengslum við rannsóknir á nýsköpunarverkefnum til að kanna viðhorf neytenda til ólíkra hluta. Ef þú ert ekki í stuði þegar þú færð senda könnun, þá einfaldlega sleppirðu því að svara henni og það verður enginn leiður yfir því. Hins vegar verður mikil gleði yfir hverju svari sem berst svo vonandi verður þú bara í meira stuði næst.

  • Stöku sinnum muntu fá boð um að prófa nýja þjónustu frítt og ef þú þiggur boðið, færðu í framhaldinu sendar nokkrar stuttar kannanir yfir ákveðið tímabil sem ætlað er að grafast fyrir um upplifun þína af ólíkum þáttum þjónustunnar. Kannanirnar er nafnlausar og ekki fylgst með því hvort þátttakendur svari eða ekki. Ef það hentar þér ekki að svara, þá einfaldlega sleppirðu því. Að því sögðu skal því þó haldið til haga að tilgangur þess að veita fría þjónustu til Rýnihóps er að safna endurgjöf sem hægt er að nýta til að þróa þjónustuna áfram. Það eru því ávallt ákveðnar væntingar um að svarhlutfall þessara kannana sé í hærri kantinum og að sem flestir sjái sér fæst að svara hverju sinni.

​​

bottom of page