top of page
Starfsframi Vefmynd III.jpg


Starfsframi

Fræðsluþjónusta fyrir einstaklinga á vinnumarkaði

Þjónusta Starfsframa byggir á hagnýtum og aðgengilegum ör-námskeiðum sem mæta þörfum og áhuga einstaklinga á öllum aldri sem eru á vinnumarkaði eða eru á leið á vinnumarkað, með því að veita þeim þekkingu og verkfæri sem auðvelda þeim að takast á við áskoranir og ný tækifæri í atvinnulífinu og til að ná eigin starfsferilsmarkmiðum.

​​

Hourglass

SKILVIRKNI

Farið greiðlega í gegnum námsefnið í einni kennslustund

Eye Icon

SAMSKIPTI

Bein samskipti við leiðbeinanda í rauntíma.

Star

 LEIÐSÖGN

Leiðbeinandi til viðtals án endurgjalds í allt að 30 mín. eftir að námskeiði lýkur.

Smart Phone

AÐGANGUR

Ævilangur aðgangur að námsefni og framtíðar uppfærslum.


Ör-námskeið Starfsframa

Stutt og skilvirk fjarnámskeið, sérstaklega hönnuð til að hámarka tíma þátttakenda. 

Ör-námskeið Starfsframa eru fyrir einstaklinga á öllum aldri sem:

  • Eru að ljúka námi og undirbúa sig fyrir atvinnulífið.
     

  • Eru komin á vinnumarkað en vita ekki hvert þau stefna.
     

  • Eru að koma aftur á vinnumarkað eftir hlé.​

  • Eru að endurmeta valkosti og íhuga nýjan starfsferil.​​
     

  • Eru í leit að nýjum tækifærum.
     

  • Eru að glíma við atvinnuleysi.
     

  • Vilja auka forskot sitt á vinnumarkaði.​​​

 

Ör-námskeið Starfsframa eru byggð á prófuðum og sannreyndum  forskriftum, viðurkenndum aðferðum og vísindalegri þekkingu.​​​​


Námskeiðin

 

 

Lærðu á 60 mínútum að búa þér til starfsferilsáætlun og semja leiðina að þinni draumaframtíð.

 

Lærðu á 120 mínútum að skipuleggja og framkvæma atvinnuleit til að hámarka líkur á árangri.

 

Næstu námskeið

Starfsframi mun formlega hefja starfsemi sína haustið 2025.

​Opnað hefur verið fyrir skráningu á fyrstu ör-námskeiðin sem kennd verða á haustönn 2025 og vorönn 2026. 

Næstu námskeið verða haldin á laugardögum sem hér segir: 

Haustönn 2025

30. ágúst

27. september

25. október

29. nóvember

​Vorönn 2026

  • 31. janúar

  • 28. febrúar

  • 28. mars

  • 25. apríl

  • Markviss starfsferill kl. 11:00 - 12:00

  • Árangursrík atvinnuleit kl. 13:00 - 15:00 

Næstu námskeið
Skráning

 

Skráning

 

Smelltu á hnappinn til að skrá þig á ör-námskeið.


Fyrirkomulag ör-námskeiða

 

Ör-námskeið Starfsframa eru hönnuð til að vera hagkvæm, þægileg og skilvirk fyrir þátttakendur. Með snjallri nýtingu stafrænna lausna og góðu skipulagi á námsefni er tryggt að fræðslan sé aðgengileg og hagnýt. ​Lifandi leiðsögn um námsefnið í rauntíma gefur þátttakendum kost á að spyrja spurninga til að dýpka skilning sinn á efninu og búa sig betur undir að vinna með það á eigin spýtur í framtíðinni.

  • Ekki er farið fram á þátttöku af neinu tagi, þátttakendur þurfa ekki að vinna verkefni eða svara spurningum en er frjálst að spyrja spurninga að vild.

  • Velji þátttakandi að tjá sig er engin krafa um að hann komi fram í mynd frekar en hann vil.

  • ​​Þátttakendur fá aðgang að námsefnavef þegar námskeiðið hefst og er leiðbeint í gegnum námsefnið í einni 60 eða 120 mínútna kennslustund sem er skipt í nokkra hluta.
     

  • Á lengra námskeiðinu er eitt 10 mínútna hlé þegar um 60 mínútur eru liðnar af tímanum.
     

  • Á eftir hverjum hluta er gert ráð fyrir stuttu hléi til að þátttakendur geti spurt spurninga og dýpkað skilning sinn.
     

  • Að námskeiði loknu er leiðbeinandi til viðtals við þátttakendur í allt að 30 mínútur til að ræða frekar námsefnið og notkun þess, veita nánari útskýringar eða persónulega ráðgjöf. Athugið þó að þetta er ekki einkatími svo aðrir þátttakendur heyra og sjá allt sem fram fer*. 
     

  • Að lokum fá þátttakendur ævilangan aðgang að námsefni og öllum þeim verkfærum og hjálpargögnum sem námskeiðinu fylgja, ásamt framtíðar uppfærslum til að geta unnið áfram í sínu ferli, á sínum hraða.

Ör-námskeið Starfsframa eru stútfull af hagnýtum verkfærum og hjálpargögnum sem hjálpa þér að komast á rétta hillu í atvinnulífinu.

​​​​

*Hægt er að bóka persónulega ráðgjöf ef þörf er á, sjá Einkatímar, hóptímar og persónuleg ráðgjöf.


Hvert ör-námskeið: 

​​

  • Er fjarnámskeið
     

  • Fer fram á netinu í rauntíma
     

  • Er eitt skipti
     

  • Tekur 60 eða 120 mínútur
     

  • Er í 4-5 hlutum með spurningahlé á milli hvers hluta
     

  • Lýkur með valfrjálsum 30 mín. umræðutíma
     

  • Fer fram síðasta laugardag hvers mánaðar​
     

  • Er kennt í 4 mánuði á vorin og 4 mánuði á haustin


Verðskrá

Öll verð miðast við einn þátttakanda og eru með virðisaukaskatti.

​​​

ÖR-NÁMSKEIÐ

-Markviss starfsferill 60 mín.

-Árangursrík atvinnuleit 120 mín.

EINKATÍMAR

-Markviss starfsferill 90 mín.

-Árangursrík atvinnuleit 150 mín.

-Persónuleg ráðgjöf 60 mín.

​​

HÓPTÍMAR, minnst 10pax. 10-40% afsláttur

-Markviss starfsferill

-Árangursrík atvinnuleit

-Staðbundinn hóptími​​​​​​

kr. 29,900

kr. 39,900

 

kr. 89,700 

kr. 119,700

kr. 79,800

kr. 26,910 - 17,940

kr. 35,910 - 23,940

20% álag á heildarverð​​​​​


TILBOÐ

Tilboð
  • KYNNINGARTILBOÐ
    Í tilefni af opnun Starfsframa verður boðinn sérstakur 40% kynningarafsláttur af námskeiðum á haustönn 2025 og vorönn 2026, sem greidd eru fyrir 1. janúar 2026. Kynningarverðið er sjálfgefið verð á fyrstu námskeiðum Starfsframa og því þarft þú ekkert að gera til að virkja þennan afslátt nema skrá þig á námskeið og staðfesta með greiðslu innan tímafrestsins.
    Þessi afsláttur gildir ekki af einkatímum né fyrir hópa. 
    Markviss starfsferill kr. 17,940
    Árangursrík atvinnuleit kr. 23,940
     

  • RÝNIHÓPSTILBOÐ
    Meðlimir í Rýnihóp fá FRÍTT námskeið að eigin vali gegn því að veita endurgjöf á upplifun sína. Þeir sem vilja prófa bæði námskeiðin fá ódýrara námskeiðið með 60% afslætti. Til að öðlast rétt á Rýnihópstilboði þarftu að skrá þig í Rýnihóp með sama netfangi og þú ætlar að nota til að skrá þig á námskeið. Svo virkjarðu afsláttinn með því að skrá þig á námskeið með afsláttarkóðanum RÝNIR. Tilboðið gildir einu sinni fyrir hvern meðlim Rýnihóps.
    Meðlimir í Rýnihóp geta valið um:
    Markviss starfsferill eða Árangursrík atvinnuleit kr. 0
    eða
    Markviss starfsferill kr. 11.960 + Árangursrík atvinnuleit kr. 0
     

  • HÓPATILBOÐ
    Magnafsláttur gildir fyrir hópa með 10 þátttakendum eða fleiri. Hópar með 10-19 manns fá 10% afslátt, 20-29 manns fá 20% afslátt, 30-39 manns fá 30% afslátt og 40 manns eða fleiri fá 40% afslátt. Til að virkja afsláttinn þarftu aðeins að bóka hóptíma og reiknast afslátturinn sjálfkrafa út frá stærð hópsins.​ 
    Markviss starfsferill kr. 26,910 / 23,920 / 20,930 / 17,940 á mann
    Árangursrík atvinnuleit kr. 35,910 / 31,920 / 27,930 / 23,940 á mann

  • VSK-TILBOÐ
    Fyrir allar bókanir sem greiddar eru fyrir 1. október 2025 er 24% vsk felldur niður og gildir þetta tilboð með öllum öðrum tilboðum. Afslátturinn er sjálfgefinn að þessari dagsetningu og því ekkert sem þú þarft að gera til að virkja þennan afslátt nema bóka og greiða námskeið innan tímafrestsins. Verð á ör-námskeiðum sem bókuð eru fyrir tímafrestinn verða þá eftirfarandi:
    Markviss starfsferill kr. 14,467
    Árangursrík atvinnuleit kr. 19,305


    Verð á hópabókunum verður eftirfarandi:
    Markviss starfsferill kr. 21,700 / 19,289 / 16,878 / 14,467
    Árangursrík atvinnuleit kr. 28,958 / 25,740 / 22,523 / 19,305
     

  • UPPRIFJUNARTILBOÐ
    Allir viðskiptavinir Starfsframa sem hafa lokið ör-námskeiði eiga þess kost að: 
    a) sitja sama námskeið einu sinni enn án endurgjalds hvenær sem er á lífsleiðinni ef þörf er á upprifjun.
    eða
    b) mæta í umræðutíma að námskeiði loknu hvenær sem er í framtíðinni einu sinni án endurgjalds, ef spurningar hafa vaknað við notkun efnisins.
    Til að virkja þennan afslátt þá skráirðu þig á námskeiðið sem þú vilt mæta aftur á eða í umræðutíma, með sama netfangi og þú ert að nota til að skrá þig á námsefnavefinn, með afsláttarkóðanum ENDURKOMA.

    Markviss starfsferill kr. 0
    Árangursrík atvinnuleit kr. 0


EINKATÍMAR, HÓPTÍMAR OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF

Einkatímar, hóptímar og persónuleg ráðgjöf
  • Öll námskeiðin eru í boði sem einkatímar og þér stendur til boða að bjóða einni manneskju með þér í tímann, sem einnig fær ævilangan aðgang að námsefni. Námskeiðið er þá 120 mínútur í heildina í stað 90 mínútna.
     

  • Einnig er hægt að bóka persónulega ráðgjöf til að fá aðstoð með starfsferilsáætlun, ferilskrá, kynningarbréf, atvinnuleit eða aðra þætti sem námskeiðin fjalla um.
     

  • Bæði einkatímar og persónuleg ráðgjöf fara fram á fjarfundi.
     

  • Hópar geta bókað einkatíma fyrir 10 þátttakendur eða fleiri. Hópatímar eru 2 klst og fara fram rafrænt í rauntíma á fjarfundi eins og ör-námskeið, nema óskað sé eftir staðbundnu námskeiði sem fer þá fram í húsakynnum hópsins. Staðbundin námskeið eru með 20% álagi á heildarverð hópsins.
     

  • Einkatíma og hópatíma er hægt að bóka alla laugardaga nema síðasta laugardag hvers mánaðar, á bilinu kl. 10:00 - 18:00. 
     

  • Notið hnappana hér að neðan til að bóka einkatíma, ráðgjöf eða hópatíma.


ENDURGREIÐSLA Á ÞÁTTTÖKUGJALDI

Ör-námskeið Starfsframa eru styrkhæf hjá stéttarfélögunum svo þú getur óskað eftir endurgreiðslu á námskeiðsgjaldinu hjá þínu stéttarfélagi.

 

Svona berðu þig að við það:

  1. Reikningur fyrir námskeiðsgjaldi berst þér í tölvupósti innan sólarhrings frá bókun. Vistaðu reikninginn á tölvunni þinni eða snjallsíma.
     

  2. Greiðslukrafa birtist í heimabanka innan sólarhrings frá bókun. Þegar þú ert búinn að greiða kröfuna geturðu sótt greiðslukvittun sem þú vistar á sama stað og reikninginn.
     

  3. Þú skráir þig inn á mínar síður á vef þíns stéttarfélags og fylgir þeirra leiðbeiningum um umsókn um styrk úr fræðslusjóði. ​


GREIÐSLUSKILMÁLAR 

  • Þátttökugjald er greitt að fullu þegar bókað er.
     

  • Þátttökugjald er endurgreiðanlegt skv. afbókunarskilmálum hér að neðan.


AFBÓKUNARSKILMÁLAR

Afbókunarskilmálar

​​ÖR-NÁMSKEIÐ OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF

  • Þátttökugjald er að fullu endurgreitt ef afbókun berst eigi síðar en 14  dögum áður en námskeiðið hefst.
     

  • Ef afbókun berst innan við 7 dögum áður er veitt 50% endurgreiðsla.
     

  • Ef afbókun berst innan við 3 dögum áður er veitt 25% endurgreiðsla.
     

  • Ef afbókun berst innan við sólarhring áður fæst engin endurgreiðsla. Í staðin má óska eftir að færa sig á aðra dagsetningu án endurgjalds og þarf sú beiðni að berast áður en námskeiðið hefst. 
     

  • Til að færa þig á aðra dagsetningu, sendu tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: BREYTA DAGSETNINGU. Láttu ósk um nýja dagsetningu fylgja með.
     

  • Einnig er í boði að óska eftir nafnabreytingu ef þú vilt gefa eða selja öðrum aðila þitt pláss á námskeiðinu. Til að breyta nafni þátttakanda, sendu tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is með fyrir sögninni: BREYTA NAFNI og láttu nýja nafnið og netfang viðkomandi aðila fylgja með. Beiðnin þarf að berast einum sólarhring áður en  námskeiðið hefst.
     

  • Til að afbóka, sendu tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: AFBÓKA ÞÁTTTÖKU. Ef afbókunin er tímanleg skv. skilmálum hér að ofan þá þarftu að láta greiðsluupplýsingar (kennitala og reikingsnúmer) fylgja með svo hægt sé að millifæra á þig endurgreiðsluna.

HÓPABÓKANIR OG EINKATÍMAR

  • Ef afbókun berst eigi síðar en 30 dögum áður en námskeið hefst er veitt 50% endurgreiðsla á þátttökugjaldi.
     

  • Ef afbókun berst innan við 14 dögum áður er veitt 25% endurgreiðsla á þátttökugjaldi.
     

  • Ef afbókun berst innan við 7 dögum áður er engin endurgreiðsla veitt.
     

  • Skipta má um dagsetningu án endurgjalds allt að 3 dögum áður.
     

  • Ef bókaður var staðbundinn tími fæst 20% álag endurgreitt að fullu ef afbókun berst eigi síðar en 3 dögum áður. Berist afbókun síðar fæst álagið ekki endurgreitt.
     

  • Til að breyta dagsetningu, sendu tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: BREYTA DAGSETNINGU. Láttu ósk um nýja dagsetningu fylgja með.
     

  • Til að afbóka, sendu tölvupóst á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: AFBÓKA HÓP. Ef afbókunin er tímanleg skv. skilmálum hér að ofan þá þarftu að láta greiðsluupplýsingar (kennitala og reikingsnúmer) fylgja með svo hægt sé að millifæra á þig endurgreiðsluna.

​​


Um Starfsframa

Starfsframi er fræðsluþjónusta fyrir einstaklinga á vinnumarkaði.

​​

Hlutverk Starfsframa er að láta viðskiptavinum sínum í té þekkingu og verkfæri til að takast á við áskoranir og ný tækifæri í atvinnulífinu.

Tilgangur Starfsframa er að auðvelda viðskiptavinum sínum að ná starfsferilsmarkmiðum sínum með aðgengilegum og hagnýtum námskeiðum.


Markmið Starfsframa er að bjóða upp á úrval ör-námskeiða sem mæta þörfum og áhuga viðskiptavina.

Leiðbeinandi á námskeiðum Starfsframa er Sigrún Birna Einarsdóttir, eigandi Þjónustuveitunnar og hönnuður þeirra ferla sem kennd eru.
 

Sigrún hefur verið á vinnumarkaði frá unglingsaldri og er komin með meira en 35 ára starfsreynslu í dag. Á þessum áratugum hefur Sigrún mörgum sinnum verið atvinnulaus í nokkra mánuði í einu, síðast á árinu 2025. Hún hefur því umtalsverða reynslu af atvinnuleit og mikla þekkingu á vinnumarkaði sem þátttakendur á námskeiðinu Árangursrík atvinnuleit munu njóta góðs af.

 

Þá vann Sigrún markvisst að því að byggja sér upp starfsferil sem skrifstofu- og rekstrarstjóri, og náði góðum árangri á þeim vettvangi, lengst framan af án þess að vera með stúdentspróf eða háskólapróf. Sigrún tók svo u-beygju um miðjan aldur, lauk stúdentsprófi og háskólaprófi ásamt faglegri vottun, og er nú að hefja nýjan feril í upplýsingatækni. Sú aðferð sem Sigrún hefur beitt til að gera starfsferilsáætlun og ná markmiðum hennar er kennd á námskeiðinu Markviss starfsferill.   

​​​


Spurt & Svarað

ALMENNT UM ÖR-NÁMSKEIÐ STARFSFRAMA 

SPURT: Hverjir geta skráð sig á námskeið Starfsframa?

SVARAÐ: Einstaklingar á öllum aldri eru velkomnir á námskeið Starfsframa, án tillits til aldurs, menntunar eða fyrri starfsreynslu. Námsefnið er sett fram á einfaldan og skilvirkan hátt svo allir geta skilið það og tileinkað sér þær aðferðir sem kenndar eru. Reyndari einstaklingar geta nýtt sér námskeið Starfsframa til að ná áttum, setja sér stefnu og koma sér af stað í að byggja sér starfsferil eða leita að vinnu með nýjum og ferskum hugmyndum.

 

SPURT: Hvar fara námskeiðin fram?

SVARAÐ: Öll námskeið Starfsframa eru fjarnámskeið, flutt rafrænt í rauntíma. Það þýðir að það er engin upptaka sem þú getur horft á, heldur er þér boðið á fjarfund með leiðbeinanda sem talar við þig í eigin persónu. Þú getur þannig haft  bein samskipti við leiðbeinanda á meðan fræðslan fer fram og eftir að henni lýkur. 

 

SPURT: Hvernig virkar þjónustuferli Starfsframa?

SVARAÐ: Starfsframi leitast við að hafa þjónustuferlið eins öruggt og þægilegt og kostur er. Þjónustuferlið hefst þegar þú skráir þig á námskeið og endar þegar námskeiði lýkur: 

  1. Þú skráir þig á námskeið og velur þá dagsetningu sem hentar þér.

  2. Þegar krafa hefur verið greidd í heimabanka færðu tölvupóst með fundarslóð.

  3. Þú færð tvær áminningar fyrir námskeiðið í tölvupósti, sú fyrri kemur viku áður en námskeiðið hefst og sú seinni kemur sólarhring áður.

  4. Þú mætir á fundinn tímanlega, eða minnst 5 mín. áður en hann hefst svo ekkert verði til að trufla upplifun þína og þú missir örugglega ekki af neinu.

  5. Um leið og námskeiðið hefst færðu aðgang að námsefnavef sendan á tölvupósti. 

  6. Þú fylgist með fræðslunni í gegnum fjarfundinn, punktar hjá þér eftir þörfum, og spyrð spurninga sem kunna að vakna hjá þér.

  7. Á lengra námskeiðinu er gefið 10 mínútna hlé þegar tíminn er hálfnaður.

  8. Hvert námskeið er í 4-5 hlutum og að loknum hverjum hluta er spurningahlé í nokkrar mínútur til að þátttakendur geti spurt út í efnið áður en lengra er haldið.

  9. Þegar námskeiðinu lýkur er leiðbeinandinn áfram inni á fundinum í allt að 30 mínútur til að svara spurningum frá þátttakendum sem vilja dýpka skilning sinn á námsefninu eða fá leiðsögn um persónulega aðlögun þess. Athugið að þetta eru ekki einkasamtöl heldur opin öllum þátttakendum sem hafa áhuga á að sitja áfram og hlusta á og taka þátt í frekari umræðum um efnið. Sé óskað persónulegrar ráðgjafar í einkasamtali er hægt að bóka tíma í persónulega ráðgjöf.

  10. Aðgangur að námsefnavef er opinn ævilangt svo hver og einn þátttakandi getur haldið áfram að notfæra sér námsefnið og allar framtíðar uppfærslur á sínum eigin hraða, út lífið.

SPURT: Þarf ég einhvern sérstakan tölvubúnað eða tæknikunnáttu til að notfæra mér námskeið Starfsframa?

SVAR:  Stutta svarið er NEI, þú þarft engan sérstakan búnað eða kunnáttu til að geta tekið þátt í námskeiðum Starfsframa, umfram það sem flestir hafa aðgang að nú þegar. Námskeiðin eru flutt rafrænt á fjarfundi og því þarftu snjalltæki eða tölvu til að komast á netið og opna slóðina á fundinn. Þú þarft ekki að hlaða niður neinum sérstökum hugbúnaði til að komast inn á fundinn, Starfsframi notar Teams og þegar þú smellir á hlekkinn í póstinum færðu val um að opna hann í vafra eða smáforriti. Ef þú ert ekki með Teams appið þá velurðu að opna í vafra. Til að geta nálgast námsefnið þá þarftu að komast á netið og skrá þig inn á öruggt vefsvæði í vafra með netfanginu sem þú notaðir til að skrá þig á námskeiðið. Þá þarftu vitanlega að vera tengdur við netið til að allt þetta virki.

Á námskeiðinu Markviss starfsferill læra þátttakendur aðferð þar sem einföld stílabók dugar sem verkfæri. Þátttakendum er að sjálfsögðu frjálst að nota stafrænar lausnir ef þeir vilja það frekar og er það persónulegt val hvers og eins. 

Á námskeiðinu Árangursrík atvinnuleit fá þátttakendur leiðbeiningar um ferli sem nauðsynlegt er að vinna að stórum hluta til í tölvu. Í dag getur enginn stundað atvinnuleit án þess að hafa aðgang að tölvu, svo ef þú hefur skráð þig á þetta námskeið, þá er tölvuleysi eflaust ekki að hrjá þig. Athugaðu þó að þú getur alltaf setið námskeiðið og komist í námsefnið þó þú sért aðeins með snjallsíma eða spjaldtölvu, en til að geta unnið öll verkefnin sem árangursrík atvinnuleit krefst, muntu á einhverjum tímapunkti þurfa að komast í tölvu.

Á námskeiðinu færðu afhent sniðmát að Word og Excel skjölum sem þú getur nýtt þér til að hjálpa þér í atvinnuleitinni. Ef þú ert ekki með þessi forrit á tölvunni þinni þá geturðu opnað þau í Google Docs sem er frír hugbúnaður sem gerir það sama. Það er þó engin skylda að nota þessi skjöl, sumir þátttakendur kunna að eiga sín eigin skjöl sem þeir vilja halda áfram að nota og þá er það bara sjálfsagt. Einnig er hægt að notast við frían hugbúnað eins og Canva í sama tilgangi.

SPURT: Ef mig langar að taka fleiri en eitt námskeið, hvaða námskeið ætti ég að taka fyrst?

SVARAÐ: Fyrst tekurðu Markviss starfsferill þar sem þú skilgreinir draumastarfið þitt og býrð þér til starfsferilsáætlun. Í framhaldinu tekurðu svo Árangursrík atvinnuleit til að læra aðferðir sem styrkja þig í atvinnuleitinni.

SPURT: Hvað ef ég veit ekki hvað draumastarfið mitt er?

SVARAÐ: Ekkert af námskeiðum Starfsframa krefst þess að þú vitir hvað draumastarfið þitt er. Ef þig langar að komast að því þá getur Starfsframi aðstoðað þig við það með námskeiðinu Markviss starfsferill. Ef þú vilt bara komast í nýja vinnu, þá getur Starfsframi aðstoðað þig við að ná árangri í atvinnuleitinni með námskeiðinu Árangursrík atvinnuleit.

SPURT: Ábyrgist Starfsframi að ég finni draumastarfið mitt?

SVARAÐ: Því miður þá getur Starfsframi ekki ábyrgst neitt þegar kemur að því sem hefur með þig og þína persónulegu hagi að gera. Þú þarft sjálfur að uppgötva hvert draumastarfið þitt er eða ákveða hvað þú vilt vinna við næstu árin og í framtíðinni. Starfsframi tekur engar slíkar ákvarðanir fyrir þig, heldur lætur þér í té verkfæri sem gera þér kleift að taka réttu ákvarðanirnar fyrir sjálfan þig.

SPURT: Ábyrgist Starfsframi að ég nái árangri í atvinnuleit?

SVARAÐ: Það er margt sem þarf að smella saman til að atvinnuleit beri árangur og ekkert af því er undir Starfsframa komið. Hins vegar veitir Starfsframi þér allt sem þú þarft til að skipuleggja og framkvæma árangursríka atvinnuleit og því betur sem þér tekst að tileinka þér þær aðferðir og beita þeim á þínar aðstæður, því fyrr mun árangurinn skila sér. 

SKRÁNING OG GREIÐSLUR

SPURT: Hvernig skrái ég mig á námskeið?

SVARAÐ: Þú einfaldlega fyllir út skráningarformið og velur námskeiðið sem þú hefur áhuga á. Þú færð reikning og kröfu í heimabanka innan sólarhrings og þegar krafan er greidd færðu staðfestingu á námskeiðinu með fundarhlekk. Einfaldara getur það ekki verið!

SPURT: Hvernig greiði ég fyrir námskeiðið?

SVARAÐ: Að svo stöddu er aðeins ein greiðsluleið í boði hjá Starfsframa sem er með greiðsluseðli, eða kröfu sem berst í heimabanka innan sólarhrings frá bókun. Hægt er að skipta greiðslum en einungis á þá mánuði sem eftir eru þar til námskeiðið hefst sem þú bókaðir þig á. Ef þú vilt skipta greiðslum þá sendirðu póst á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni "SKIPTA GREIÐSLUM" um leið og þú ert búinn að bóka þig á námskeið.

SPURT: Er hægt að fá endurgreiðslu ef ég hætti við eftir að hafa greitt?

SVARAÐ: Já en það fer eftir því hversu snemma þú afbókar, hversu mikil endurgreiðsla fæst .Það er alltaf í boði að færa sig á aðra dagsetningu án endurgjalds, svo framarlega sem sú beiðni berst minnst einum sólarhring áður en námskeiðið hefst sem þú ert búinn að bóka þig á. Nafnabreytingar eru einnig í boði svo þú getur látið einhverjum öðrum eftir þitt pláss. Þú getur kynnt þér þetta nánar í afbókunarskilmálum.

NÁMSKEIÐ OG INNIHALD

SPURT: Hversu lengi standa námskeiðin yfir?

SVARAÐ: Markviss starfsferill tekur 60 mínútur og Árangursrík atvinnuleit tekur 120 mínútur. Á lengra námskeiðinu er 10 mínútna hlé þegar námskeiðið er hálfnað svo þátttakendur geti teygt úr sér, skroppið á salerni eða  fyllt á kaffibollann. Að báðum námskeiðum loknum verður leiðbeinandi til viðtals í allt að 30 mínútur til viðbótar fyrir áhugasama. 

SPURT: Hvað felst í námskeiðinu Markviss starfsferill?

SVARAÐ: Á þessu námskeiði lærir þú að búa þér til starfsferilsáætlun með því að framkvæma sjálfsmat, skilgreina draumastarf og nauðsynlega eða gagnlega menntun. Þú lærir svo að nota upplýsingarnar sem þú hefur safnað til að setja þér stefnu sem skilgreinir bestu leiðina að takmarki þínu og að lokum hvernig þú raungerir stefnuna með markmiðasetningu. Nánari upplýsingar um Markviss starfsferill.

SPURT: Hvað felst í námskeiðinu Árangursrík atvinnuleit?

SVARAÐ: Á þessu námskeiði lærir þú að undirbúa og skipuleggja atvinnuleit til að hámarka líkur á árangri og þú færð ýmis verkfæri í hendurnar sem hjálpa þér af stað í atvinnuleitinni, gera þér kleift að viðhalda markvissri áætlun og veita þér góða yfirsýn yfir atvinnuleitina þína. Þú lærir aðferðir sem auka hagræðingu við atvinnuleit, spara þér tíma við gerð umsókna og bæta sjálfstraustið í atvinnuviðtali, og margt fleira. Nánari upplýsingar um Árangursrík atvinnuleit.

SPURT: Þurfa þátttakendur að vinna einhver verkefni á námskeiðunum?

SVARAÐ: Nei, námskeiðin eru einungis til fræðslu um notkun efnisins og er hlutverk leiðbeinanda að gera þér kleift að nota námsefnið sjálfstætt og á eigin spýtur að námskeiðinu loknu og í framtíðinni. Það eina sem þú þarft að gera er því að hlusta vel og punkta hjá þér ef það vakna einhverjar spurningar, og nýta svo spurningahléin á milli námskeiðshluta og umræðutímann að námskeiði loknu til að fá frekari upplýsingar frá leiðbeinanda um hvað sem kann að vera óljóst ennþá.

FJARFUNDIR OG UPPTÖKUR

SPURT: Hvernig fer fjarfundur fram?

SVARAÐ: Þú færð senda vefslóð á fjarfund þegar þú skráir þig (það er til að þú getir prófað hlekkinn tímanlega til að ganga úr skugga um að hann virki og að allar þínar stillingar séu eins og þú vilt hafa þær) og aftur daginn áður en námskeiðið hefst (svo þú þurfir ekki að fara að leita aftur að slóðinni).

Námskeiðið hefst á auglýstum tíma á slaginu og því nauðsynlegt að þú sért búinn að ganga úr skugga um að hlekkurinn virki í tækinu þínu og að hljóð og mynd séu rétt stillt svo þú heyrir og sjáir, og getir tjáð þig við leiðbeinanda. Byrjað er að hleypa inn á fundinn 5 mín. áður en námskeiðið hefst. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega til að missa ekki af neinu, en ekki er hægt að fá upptökur af námskeiðum eftir á.

SPURT: Er hægt að fá upptökur af námskeiðum?

SVARAÐ: Nei. Námskeið í rauntíma eru ekki tekin upp og ekki hægt að fá námskeið á upptöku að svo stöddu en rafræn námskeið munu verða í boði síðar. Ef þú hefur áhuga rafrænu námskeiði á upptöku, þá geturðu skráð þig þá á póstlista til að fá fréttir af því þegar sú þjónusta er kynnt.

TÆKNILEG AÐSTOÐ

SPURT: Hvað gerist ef ég lendi í tæknilegum vandræðum með fjarfundinn?

SVARAÐ: Það er engin eiginleg tækniþjónusta á fjarfundum en leiðbeinandi mun gera sitt besta til að finna út úr því með þér ef eitthvað er ekki að virka rétt hjá þér. Það er þó takmarkaður tími til þess því leiðbeinandi þarf að hefja námskeiðið tímanlega á slaginu á auglýstum tíma.

Til að draga úr líkum á tæknilegum vandræðum þátttakenda á námskeiðunum, þá færðu sendan fundarhlekk um leið og skráning þín hefur verið staðfest svo þú getur byrjað á því strax að prófa hlekkinn og skoða þínar stillingar. Ef það gengur vel og engin vandamál koma upp ertu að öllum líkindum ekki að fara að lenda í neinum tæknilegum vandræðum á fundinum. Ef hlekkurinn virkar ekki hjá þér þá þarftu tafarlaust að senda línu á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: FUNDARHLEKKUR ÓVIRKUR, og muntu þá fá sendan nýjan um hæl.

Fjarfundarsvæðið er opnað 15 mínútum áður en námskeiðið hefst til að þátttakendur geti mætt tímanlega til að prófa sinn búnað og ganga úr skugga um að allt virki rétt, og fá aðstoð ef þörf er á, áður en námskeiðið hefst.

Í allra versta falli ef ekki næst að leysa tæknivandandamál tímanlega áður en námskeið hefst þannig að þú missir af námskeiðinu eða upplifun þín skerðist verulega, þá stendur þér til boða að endurtaka námskeiðið síðar án endurgjalds. Ef það gerist hjá þér, sendu þá línu á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni: TÆKNIVANDAMÁL Á NÁMSKEIÐI. Láttu fylgja með dagsetninguna sem þú hefur valið fyrir endurtekningarnámskeið.

SPURT: Er hægt að fá aðstoð við að setja upp Teams áður en námskeiðið hefst?

SVARAÐ: Þú þarft ekki að setja upp Teams á tækinu þínu til að geta tekið þátt í  námskeiðinu því Teams virkar líka í vafra. Ef Teams er ekki til staðar í tækinu þínu þegar þú smellir á fundarhlekkinn þá kemur upp valkostur um að sækja Teams eða opna slóðina í vafra. Ef þú vilt ná þér í Teams þá velurðu þann kost en ef þú vilt ekki hafa forritið á þínu tæki, þá velurðu að opna í vafra.

PERSÓNULEG RÁÐGJÖF OG SÉRKJÖR

SPURT: Býður Starfsframi upp á persónulega ráðgjöf eða einkatíma?

SVARAÐ: Já, öll námskeið Starfsframa eru í boði sem einkatímar og bætast þá 30 mínútur við tímann. Einnig er hægt að bóka persónulega ráðgjöf til að fá aðstoð með starfsferilsáætlun, ferilskrá, kynningarbréf, atvinnuleit eða aðra þætti sem námskeið Starfsframa fjalla um. Bæði einkatímar og persónuleg ráðgjöf fara fram rafrænt í rauntíma á fjarfundi eins og námskeiðin. Upplýsingar um verð og skilmála er að finna í verðskrá.

SPURT: Býður Starfsframi upp á sérkjör fyrir hópa?

SVARAÐ: Já, hópar geta bókað einkatíma fyrir ótakmarkaðan fjölda þátttakenda, en lágmarksfjöldi er 10 þátttakendur. Hóptímar fara fram rafrænt í rauntíma á fjarfundi eins og námskeiðin. Einnig er hægt að bóka staðbundið námskeið í húsakynnum hópsins. Upplýsingar um verð og skilmála er að finna í verðskrá

AÐGANGUR OG PERSÓNUUPPLÝSINGAR

SPURT: Hvað þýðir "ævilangur aðgangur" að námsefni?

SVARAÐ: Þátttökugjald námskeiða innifelur ævilangan aðgang að námsefni fyrir þau námskeið sem þú hefur skráð þig á, ásamt öllum verkfærum, hjálpargögnum og framtíðar uppfærslum. Þetta þýðir einfaldlega að aðgangi þínum verður aldrei lokað eins lengi og Þjónustuveitan er enn starfandi, og svo framarlega sem netfangið sem þú skráðir þig á námskeið með sé ennþá virkt. Skyldir þú tapa aðgangi þínum af einhverjum ástæðum geturðu hvenær sem er haft samband og óskað eftir að fá aðganginn endurvirkjaðan.

SPURT: Hvaða persónuupplýsingum þarf Starfsframi aðgang að og í hvaða tilgangi?

SVARAÐ: Þegar þú skráir þig á námskeið þá óskar Starfsframi eftir nauðsynlegum upplýsingum til að geta veitt þér þjónustuna, sem er fornafn og netfang ásamt kennitölu til að geta stofnað kröfu í heimabanka og gefið út reikning. 

Til að nálgast námsefnið þarftu að skrá þig inn á öruggan námsefnavef með netfanginu þínu til að auðkenna þig, því efnið er læst öðrum en þeim sem setið hafa námskeiðin. Starfsframi geymir því netfangið þitt ævilangt, eða eins lengi og þú vilt hafa aðgang að námsvefnum. Vefur Starfsframa býður ekki upp á "Mitt svæði" svo þátttakendur geta ekki búið sér til reikning á námsefnavefnum og engin verkefnavinna fer fram á á vefsvæðum Starfsframa. Þátttakendur vinna sín verkefni á eigin tölvum og eru sjálfir ábyrgir fyrir öryggi eigin gagna.

ÖNNUR ÞJÓNUSTA

SPURT: Býður Starfsframi upp á námskeið fyrir fyrirtæki?

SVARAÐ: Ör-námskeið Starfsframa gera þátttakendum kleift að bæta sig á persónulegum sviðum sem tengjast ekki störfum þeirra, heldur starfsferlinum. Með öðrum orðum eru námskeiðin ekki þess eðlist að þau gagnist fyrirtækjum heldur eru þau alfarið hönnuð og þróuð fyrir einstaklinga. Félagasamtök geta þó tekið sig til og bókað hópa á sérstökum kjörum, sjá nánar um einkatíma, hóptíma og persónulega ráðgjöf.

SPURT: Er hægt að fá námskeiðin á öðrum tungumálum?

SVARAÐ: Að svo stöddu eru námskeiðin einungis í boði á íslensku og námsefnavefurinn er eingöngu til á íslensku. Það stendur þó til að bæta við enskri útgáfu af námsefnavef og þegar hann er tilbúinn verða námskeiðin einnig í boði á ensku. Ef þú vilt fá fréttir af því þegar enska útgáfan kemur út geturðu skráð þig á póstlista

 

FANNSTU EKKI SVAR VIÐ ÞINNI SPURNINGU?

Sendu línu á thjonusta@thjonusta.is með fyrirsögninni SPURT og látu spurningar þínar fylgja með. Þú færð svar um hæl!​​​​

​​

 

Fræðsluþjónustan 

Logo 2503 3_edited.jpg

er í eigu Þjónustuveitunnar

Heiti og mynd - White on Plum.png

 

Vertu með okkur á samfélagsmiðlum

  • Facebook

 

© 2025 Þjónustuveitan ehf. Allur réttur áskilinn | kt. 530519-0740 | s. 772-5950 | thjonusta@thjonusta.is

bottom of page