SAMFÉLAGSLEG
SKYLDA
Aðgerðir til samfélagslegrar sjálfbærni


Þjónustuveitan álítur það samfélagslega skyldu sína að deila velgengni með þeim sem minna meiga sín. Samfélagsleg skylda er órjúfanlegur hluti af sjálfbærnistefnu Þjónustuveitunnar og stuðlar að samfélagslegri sjálfbærni. Áhersla er lögð á að veita stuðning sem bætt getur lífsgæði einstaklinganna í samfélaginu með fjölbreyttum aðgerðum.
-
FJÁRSTYRKIR
Ef þig vantar þjónustu sem gæti bætt lífsgæði þín eða eflt hæfni þína á einhvern hátt, en vörumerki Þjónustuveitunnar bjóða ekki og þú hefur ekki efni á að kaupa frá þeim aðila sem býður þjónustuna, sendu þá tölvupóst með fyrirsögninni "Fjárstyrkur".
Pósturinn þarf að innihalda upplýsingar um hver þjónustan er sem þig vantar og hver veitir hana, hvers vegna þú þarft á þjónustunni að halda og hvernig þú telur að hún muni nýtast þér til að bæta lífsgæði eða efla hæfni.
Þjónustuveitan mun veita fjárstyrki að andvirði 1% af árlegum hagnaði umfram 12 milljónir á ári. Hámarksstyrkur er kr. 50,000 til hvers einstaklings.
-
SAMSTARF VIÐ HJÁLPAR- OG FÉLAGSAMTÖK
Ef þú ert í forsvari fyrir hjálparsamtök eða óhagnaðardrifið félag sem nýtir tekjur sínar í þágu skjólstæðinga sinna og ert að leita að lausn fyrir skjólstæðinga þína sem Þjónustuveitan gæti aðstoðað við að þróa, sendu þá tölvupóst með fyrirsögninni "Samstarf við hjálparsamtök".
Pósturinn þarf að innihalda upplýsingar um félagið og skjólstæðinga þess, vandamálinu sem lausnin þarf að leysa og hvernig þið teljið að Þjónustuveitan geti hjálpað.
-
FRÆÐSLA OG VITUNDARVAKNING
Ef þú hefur áhuga á að auka fræðslu og vitund um málefni sem snertir þá sem minna meiga sín í samfélaginu og sem þú telur að Þjónustuveitan gæti hjálpað með, sendu þá tölvupóstmeð fyrirsögninni "Fræðsla og vitundarvakning".
Pósturinn þarf að innihalda upplýsingar um hvert málefnið er og hvernig þú tengist því, og hvernig þú telur að Þjónustuveitan geti aðstoðað við að deila fræðslu og upplýsingum.
Sendið beiðni um stuðning til thjonusta@thjonusta.is
-
ÓKEYPIS ÞJÓNUSTA
Ef þú gætir nýtt þér einhverja þá þjónustu sem vörumerki Þjónustuveitunnar bjóða upp á til að bæta eigin lífsgæði eða efla eigin getu, en hefur ekki efni á að greiða fyrir þjónustuna, sendu þá tölvupóst með fyrirsögninni "Ókeypis þjónusta".
Pósturinn þarf að innihalda upplýsingar um hvaða þjónustu þú óskar eftir, hvers vegna þú þarft á þjónustunni að halda og hvernig þú telur að hún muni nýtast þér.
Þjónustuveitan veitir 10 einstaklingum á ári ókeypis þjónustu án nokkurra skuldbindinga.
-
ÓKEYPIS GJAFABRÉF
Ef þú vilt styðja við einhvern sem gæti nýtt sér einhverja þá þjónustu sem vörumerki Þjónustuveitunnar bjóða upp á til að bæta eigin lífsgæði eða efla eigin getu, en hefur ekki tök á að greiða fyrir þjónustuna, sendu þá tölvupóst með fyrirsögninni "Ókeypis gjafabréf".
Pósturinn þarf að innihalda upplýsingar um hvaða þjónustu þú óskar eftir, fyrir hvern og hvernig þið eruð tengd, hvers vegna þú telur viðkomandi þurfa á þjónustunni að halda og hvernig þú telur að hún muni nýtast þeim.
Þjónustuveitan gefur allt að 30 gjafabréf á ári til hjálpar- eða félagsamtaka sem vilja styðja við skjólstæðinga sína og 10 gjafabréf til einstaklinga sem vilja styðja aðra einstaklinga í sínu nærumhverfi.