top of page

Sjálfbærnistefna

Með sjálfbærnistefnu þessari ert þú sem notandi þjónustu sem er á ábyrgð Þjónustuveitunnar, upplýst/ur um það með hvaða hætti leitast er við að stuðla að eigin sjálfbærni félagsins og hvernig starfsemi þess sé háttað svo hún verði til hagsbóta fyrir samfélagið.​

Hjá Þjónustuveitunni er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlegum stjórnunarstaðli fyrir sjálfbærni og er staðlinum beitt sem viðmiði við uppbyggingu félagsins og afurða þess. Þannig verða innviðir, kerfi og ferlar Þjónustuveitunnar, svo og allra vörumerkja sem félagið setur á markað, að eins miklu leiti og hægt er í samræmi við kröfur:

  • ISO 26000 um samfélagslega ábyrgð

Sjálfbærnistefna Þjónustuveitunnar felur það í sér að:

  • Stunda sjálfbæra viðskiptahætti.

  • Vinna að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu, með því að þróa sjálfbæra og sveigjanlega þjónustuinnviði.

  • Huga að sjálfbærni í ákvarðanatökuferlum og stöðugt að bæta árangur í sjálfbærni.

  • Eiga samstarf við hagsmunaaðila um sjálfbærnimál og stuðla að sjálfbærni innan aðfangakeðjunnar.

  • Fylgja öllum lögum og reglum í hvívetna í allri sinni starfsemi.

​​

 

Eigin sjálfbærnikröfur

Sem viðbót við sjálfbærnistefnu í samræmi við ISO26000 hefur Þjónustuveitan sett sér eigin kröfur um sjálfbæra starfsemi. 

Samfélagsleg skylda

Þjónustuveitan álítur það samfélagslega skyldu sína að deila velgengni með þeim sem minna meiga sín. Samfélagsleg skylda er órjúfanlegur hluti af sjálfbærnistefnu Þjónustuveitunnar og stuðlar að samfélagslegri sjálfbærni. Áhersla er lögð á að veita stuðning sem bætt getur lífsgæði einstaklinganna í samfélaginu með fjölbreyttum aðgerðum. ​​

Lesa meira um samfélagslega skyldu

Sjálfbærniskilyrði

Þjónustuveitan innleiðir aðeins vörumerki sem uppfylla kröfur samfélagsins um sjálfbæra starfsemi. Hluti af þróunarferli nýrra vörumerkja felst því í að gera þau umhverfislega, samfélagslega og fjárhagslega sjálfbær.

Lesa meira um sjálfbærniskilyrði

bottom of page