Þjónustuveitan ábyrgist ánægju þína með því að veita tryggingu fyrir 100% endurgreiðslu af valdri þjónustu ef upplifun þín stóðst ekki væntingar.
Gæðatrygging eru hluti af gæðastefnu Þjónustuveitunnar.
Starfsframi
Gæðatrygging Þjónustuveitunnar tryggir þér 100% endurgreiðslu ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með upplifun þína á ör-námskeiði Starfsframa.
LEIÐBEININGAR
MIKILVÆGT AÐ LESA VEL
-
Kynntu þér skilmála Gæðatryggingar.
-
Kynntu þér upplýsingar um ör-námskeiðin, fyrirkomulag þeirra, verðskrá og afbókunarskilmála.
-
Kynntu þér hverju þú mátt eiga von á með því að lesa Spurt & Svarað.
-
Kynntu þér upplýsingar um námskeiðið sem þú hefur valið þér; Markviss starfsferill eða Árangursrík atvinnuleit.
-
Þú skráir þig á námskeið og gengur frá greiðslu.
-
Þú mætir á námskeiðið og metur upplifun þína.
-
Ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með upplifun þína af námskeiðinu þá virkjarðu trygginguna innan sólarhrings frá því að námskeiðinu lauk.
-
Til að virkja trygginguna og krefjast endurgreiðslu þarftu aðeins fylla út form með nauðsynlegum upplýsingum um þig og upplifun þína.
-
Erindi þitt er afgreitt samdægurs og full endurgreiðsla á námskeiðsgjaldinu er millifærð á bankareikning þinn innan sólarhrings frá því að krafa berst.
SKILMÁLAR
-
Gæðatryggingin tekur sjálfkrafa gildi þegar greitt er fyrir ör-námskeið.
-
Ef upplifun þín á námskeiðinu stóðst ekki væntingar getur þú krafist fullrar endurgreiðslu á námskeiðsgjaldinu með því að virkja Gæðatrygginguna.
-
Virkja þarf trygginguna eins fljótt og kostur er eftir að námskeiði lýkur eða innan 24 klst. Gæðatrygging fellur sjálfkrafa úr gildi 24 klst. eftir að námskeiði lýkur hafi ekki borist krafa um endurgreiðslu.
-
Þegar þú leggur fram endurgreiðslukröfu þarftu að útskýra hvaða þættir drógu úr upplifun þinni og hvað hefði þurft til að upplifun þín hefði verið nær væntingum.
-
Endurgreiðslur eru millifærðar á bankareikning innan sólarhrings frá því að krafa berst. Krafan þín þarf því að innihalda nafn, netfang, kennitölu og bankareikningsnúmer.
-
Til að koma í veg fyrir misnotkun á sjóðum stéttarfélaga með þessu úrræði er ekki gefinn út reikningur fyrir greiðslu námskeiðsgjalds fyrr en tveimur sólarhringum eftir að námskeiði er lokið, hafi krafa ekki borist um endurgreiðslu. Útgefnir reikningar eru sendir samdægurs í tölvupósti til allra þátttakenda sem ekki hafa farið fram á endurgreiðslu.
-
Sé Gæðatrygging virkjuð og þátttakandi fær fulla endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi skv. skilmálum þessum, verður enginn reikningur gefinn út fyrir námskeiðsgjaldinu.
-
Þátttakandi getur hvenær sem er farið fram á að fá útgefinn reikning fyrir greiddu námskeiðsgjaldi en afsalar sér þá um leið Gæðatryggingu sem fellur niður ef reikningur er gefinn út.